519 6770
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur

Viðskiptavinir

Ráðgjöf

Expectus rekstrarráðgjöf aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að greina og bregðast við breytingum í umhverfi sínu, greina styrkleika og veikleika í innviðum, draga fram lykilhæfni, marka stefnu og koma henni í framkvæmd. Rekstrarráðgjafar Expectus hafa unnið fjölda verkefna á þessu sviði. Við vinnum með viðurkenndar aðferðir sem við höfum tileinkað okkur í gegnum tíðina með samstarfi við virtustu ráðgjafafyrirtæki heims og aðlagað að íslenskum aðstæðum. Við vinnum með stjórnum, forstjórum, framkvæmdastjórum og millistjórnendum að því að ná betri árangri í þeirra starfi.

Ráðgjafarsviðið tekur á 6 yfirgripmiklum þáttum og býður auk þess upp á 9 tilbúnar pakkalausnir – kynntu þér málið og ekki hika við að hafa samband í gegnum expectus(hjá)expectus.is.

Ráðgjöf – pakkalausnir

Ráðgjafar Expectus sáu um verkefnisstjórn við gerð Sóknaráætlunar 2020, átaksverkefni forsætisráðuneytisins til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar. Í verkefninu fólst umfangsmikil greiningarvinna á samkeppnishæfni hinna einstöku landshluta ásamt skipulagningu og framkvæmd á átta 200-500 manna þjóðfundum í öllum landshlutum.
Markmiðavinnustofa, úrvinnsla hennar og skilgreining mælikvarða tekur 40-70 klst. Vinnu við innleiðingu getur hins vegar verið flóknari þar sem skilgreina þarf gagnaflæði, sjálfvirka vinnslu og val og uppsetningu á tæknibúnaði.
Gildin okkar; kraftur, heiðarleiki og samvinna, skapa fyrirtækjabrag sem laðar fram styrkleika hvers og eins. Saman tryggjum við viðskiptavinum okkar hagnýtar, skilvirkar og árangursríkar lausnir.
Upplýsingatækniráðgjafar Expectus vinna náið með stjórnendum fyrirtækja við að móta og innleiða þá framtíðarsýn í viðskiptagreind með hjálp Microsoft Business Intelligence sem þarf til að ná forskoti á samkeppnisaðilana.
Úrbótavinnustofur Expectus er frábær leið til að skapa umhverfi samvinnu og koma af stað breytingaferli. Vinnustofan er skemmtilegt verkefni þar sem auðvelt er að fá alla þátttakendur til að vera virka og koma með hugmyndir að úrbótum. Afurð vinnustofunnar eru vel skilgreind úrbótatækifæri sem búið er að flokka og forgangsraða...