Síminn
“Við völdum ráðgjafa Expectus til að aðstoða okkur við að stilla upp mælikvörðum í takt við stefnu Símans og að hrinda stefnunni í framkvæmd. Árangurinn af vinnunni er óumdeilanlegur og skilaði því að allir starfsmenn Símans skilja út á hvað stefnan gengur og hvaða hlutverki þeir gegna í heildarmyndinni auk þess sem þeir hafa nú aðgang að mælaborði þar sem þeir geta markvisst fylgst með árangrinum. Fyrir vikið erum við betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru með samstilltu átaki. Ráðgjöfin var sniðin að þörfum Símans, fagleg, skynsamleg og einstaklega vel unnin innan þröngra tímamarka.”